Þriðjudagur, 11. apríl 2006
Vælublogg.
Frekar erfiðir dagar búnir að vera, er mjög kvefuð og með hausverk og hef eiginlega ekki lyst á neinu nema súkkulaði, sem auðvitað er ekki í boði. 'Eg tel niður dagana að svindldeginum og kvíði jafnframt fermingu á skírdag.
Hef samt ekkert svindlað en þarf að fara að komast í Hagkaup að kaupa mér Tortillu brauð, Tortillu Chips og sykurlaust súkkulaði. Hefði líka sjálfsagt gott af því að lesa bókina aftur, ábyggilega eitthvað sem ég má fá mér sem ég leyfi mér ekki og það munar um allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. apríl 2006
Fyrsta færsla.
Þegar þetta er skrifað er ég búin að vera á breyttu mataræði í heilan mánuð. Byrjaði sem í 103 kg þann 6 mars, þann 12.mars var ég strax orðinn 99 kg og var það að mestu vatnssöfnun sem var farin. Og þann 6 apríl var ég orðinn 96 kg, 7 kg farin. Ég er ótrúlega stolt af fyrsta mánuðinum.
Ég minnkaði rosalega kolvetnanotkun, tók allan sykur, hveiti, ger úr fæðinu. Hrísgrjón og kartöflur snerti ég ekki og í staðinn setti ég meira af grænmeti sem meðlæti. Ég leyfi mér einn "svind dag" aðra hverja helgi og þá fæ ég mér pitsu, hamborgara og rauðvín eða eitthvað sem mig er búin að dreyma um í 2 vikur. Að öðru leiti er þetta búið að ganga vel.
Bloggar | Breytt 11.4.2006 kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)