Sunnudagur, 9. apríl 2006
Fyrsta færsla.
Þegar þetta er skrifað er ég búin að vera á breyttu mataræði í heilan mánuð. Byrjaði sem í 103 kg þann 6 mars, þann 12.mars var ég strax orðinn 99 kg og var það að mestu vatnssöfnun sem var farin. Og þann 6 apríl var ég orðinn 96 kg, 7 kg farin. Ég er ótrúlega stolt af fyrsta mánuðinum.
Ég minnkaði rosalega kolvetnanotkun, tók allan sykur, hveiti, ger úr fæðinu. Hrísgrjón og kartöflur snerti ég ekki og í staðinn setti ég meira af grænmeti sem meðlæti. Ég leyfi mér einn "svind dag" aðra hverja helgi og þá fæ ég mér pitsu, hamborgara og rauðvín eða eitthvað sem mig er búin að dreyma um í 2 vikur. Að öðru leiti er þetta búið að ganga vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.